Drep.
00:00
/
04:55
|
|||
1. |
Sköpunarverkið.
03:42
|
|||
Svart upphaf, himininn klofnar.
Tólf eiturhalar, spretta yfir mig.
Sjö höfuð, fjórtán horn.
Rísa úr eldhafi, logandi augu.
Hendur teygjast, eldtungur engjast.
Sex vængir hylja, sköpunarverkið.
Hásætið gnæfir yfir gryfjuna.
Líf steypt í botnlausu gröfina.
Hásætið gnæfir yfir gryfjuna.
Líf steypt í botnlausu gröfina.
Hvers þurfum við að gjalda.
Reistum skepnuna úr dvala.
Hvað höfum við gert.
Hvað höfum við gert.
Hahahaha.
Hendur teygjast.
Eldtungur engjast.
Sex vængir hylja, Sköpunarverkið.
|
||||
2. |
Tungur og Eiturský.
09:27
|
|||
Himinn klofinn
myrkrið lekur inn
svartur reykur
þvílíkur harmleikur
ég grét út til himna
takið mig frá þessari jörðu
takið mig frá þessari jörðu
nú liggur jörðin á barmi
að vera svipt öllu lífi
tortíming mannsins
samhljómur í rústum
í fjarlægð sé ég skýin
þau nálgast ótt
ógeðsleg óhreinindin
nú rignir gnótt
Eitur spúandi tungur
svífa í skýjunum
hvað seðji þeirra hungur
við munum falla
svartur reykur
þvílíkur harmleikur
ég grét út til himna
takið mig frá þessari jörðu
mikill hryllingur
óvinur friðar
naflausar skepnur
algerrar fyrirlitningar
sér hver ögn af hatri
mun dynja á mig
banvænu skýin
færa okkur eitrið
þessi veröld er mér glötuð
þessi heimur er brenndur
Eitur rignir
Eitur rignir
Eitur rignir
holdið brennur
eitrið rennur um æðar
og tungurnar læðast
nú liggur jörðin á barmi
að vera svipt öllu lífi
öll skynvitin rofin
sálin á hvolfi
hatrið yfirvofandi
Helvítis andskotans ský
fyllir hjarta mitt af blý
Eitur rignir á mig
tungur og eiturský
taka mig og nú ég hnýg
og aldrei aftur sný
til dauðans nú ég flýg
þau ásækja mig enn
þau ásækja mig
og færa vonbrigði
helvítis andskotans eiturský
|
||||
3. |
Lofsöngur hinna rotnu.
05:58
|
|||
Angist fellur á manninn, tortryggni var þeim að bana.
Trúðu á mig, tresystu og ég mun vísa þér veginn.
Heimurinn undir mínu valdi.
þessa eilífa gjöf sem ég móta.
Horfðu á mig andsetna skepna, hlýddu mér og dáðu.
Þú varst uppalinn í helvíti, til að lifa á jörðinni.
Hlustaðu á mig og ég skal segja hvað verður þér að bana.
Þú hefur saurgað þennan heim, og því skaltu rotna.
Eldurinn logar inni í mér.
Hyldýpið bíður ykkar.
Þessi líkami er okkar.
|
||||
4. |
Drep.
04:55
|
|||
Holdið sem fangelsar mig
hefur brugðist mér
Er það rangt af mér
að öskra af alsælu
Nú þegar búkur minn
er tættur og lekur frá beini
Ó vansköpun ég grátbið þig
er dauðinn er mér nær
Óhugnaðurinn sækir að mér,
rífur mig í sundur, þvílíkt undur.
Dreifir mig yfir garðinn
þá tekur lífið við á ný
Er hold mitt er orðið að mold
og æðar mínar eru rótfestar
Ég er einn með nátturunni
og verð það sem eftir er ævidaga
Hvílíkur harmsöngur.
Það er dýrð í dauðanum.
Ó vansköpun ég grátbið þig
er dauðinn er mér nær
haltu fast í mig, ég þrái það
Þessi prísund er mér svo kær
Allt rennur saman í eitt.
Grimmdarverk.
Lífið var mistök
því dauðinn er
það sem ég þrái
|
||||
5. |
Hafið yfirþyrmandi.
03:12
|
|||
Rís upp úr djúpinu, fullur af sinni heift.
Svörtu öldurnar streyma að þér.
Kæfa þig, þar til þú ei öskrar meir.
Þar til þú verður blár og uppblásinn.
Krýndur þara og salt froðu,
með rennandi óveðrinu.
Steypir sér í gegnum búk þinn
Springur þig og ekki bólar á meir en bullandi blóðugu hræi.
Sendir sálir dauðra sjómanna til botnsins.
Aðeins til að vera gleyptir af óendanlegu vatni.
Gleymdar sálir sem nærast á þér.
Þar til ekkert eftir er af þér
nema sjórinn sjálfur.
Hið mikla líkklæði hafsins
breiðir yfir allt.
|
||||
6. |
Hryllingurinn.
04:28
|
|||
Kaldur vindur blæs
hauslaus og ljót
Tjörusvartar verur
þau skríða nær
burt með ykkur skepnur
ó burt með þig hræ
farið nú til baka í sjóinn
og komið aldrei á ný
hlýðið mér
hlustið á mig
gráslikjan yfir himni
Reykur fyllir minnið
ærandi öskur leika
innst í huga mér
Andskotans viðbjóður
Örvinglaður
Þær leita mig upp
ég dreg upp blaðið
og sverð mitt sker í hold
Þau eru of mörg
kollvarpa mig
ég á enga leið út
dauðinn vofir yfir mér
Ég get ekki meir
Ég get ekki meir
Ég get ekki meir
|
||||
7. |
Paradís.
07:49
|
|||
Jörðin er sviðin og brennd.
Líttu á þinn verknað,
skammastu þín.
þessi svívirðing á lífi.
þú fagnar því með báli,
bólgin af hroka og girnd.
Hendur þínar eru saurgaðar af blóði
og hjarta þitt fyllt af ranglæti.
Muldrar andstyggð og lygar.
Muldrar andstyggð og lygar.
Baðaðu þig í myrkri
láttu ljósið skolast af þér
Brenndir akrar og sviðin jörð
Paradís
Paradís
Paradís
Mikil illska fylgir þér
ógeðsleg óhreinindin
komdu með mér og grát ei lengur
í mínum heimi er heimili að finna
Logandi kórónan
syngjandi hræin
garðurinn opinn
vertu velkomin heim
Paradís, svarthol borðar sál hverja.
endalok ríkir aftur.
Paradís, spillta landið þurkast
eðyilegging skepnunar
Ógeðsleg óhreinindi
vertu velkomin heim.
hér áttu heima, hér skaltu dvelja.
Að eilífu
að eilífu
|
Streaming and Download help
If you like Hræ, you may also like:
Bandcamp Daily your guide to the world of Bandcamp